Hjá Applicon starfa yfir 100 ráðgjafar með reynslu og þekkingu á þínum þörfum

Applicon leggur áherslu á að bjóða upp á yfirgripsmikla þekkingu á SAP, Vigor lausnum og Microsoft tækni. Applicon er mikið í mun að skilja rekstur viðskiptavina sinna og þá ferla sem unnið er eftir til þess að tryggja viðskiptavinum allan þann ávinning sem getur falist í fjárfestingu í upplýsingatækni. Þá fylgjast sérfræðingar Applicon afar náið með nýjustu straumum og stefnum og endurmenntun starfsfólks fer fram með markvissum hætti.

Fjölbreytt reynsla

Applicon hefur náð góðum árangri með viðskiptavinum sínum undanfarin ár við innleiðingar á SAP viðskiptahugbúnaði, Vigor lausnum og samþættingu upplýsingatæknikerfa. Ráðgjafar Applicon hafa mikla reynslu af störfum sínum innan fjármálastofnana, í sjávarútvegi, orkugeiranum, hjá sveitarfélögum, hjá tryggingafélögum og þjónustufyrirtækjum. Úr þessari sérþekkingu hafa orðið til tilbúnar lausnir sem flýta innleiðingu og skila fyrr arðsemi af fjárfestingu í upplýsingatækni.

Skilvirkni

Stefna Applicon er að skapa skilvirkustu lausnina fyir viðskiptavininn. Í gegnum samstarf við erlend ráðgjafarfyrirtæki hefur Applicon skapað tengsl sem nauðsynleg eru til að þjónusta viðskiptavini eins og best verður á kosið. Þannig býðst viðskiptavinum Applicon aðgangur að samstarfsaðilum með sérhæfða þekkingu á ákveðnum sviðum þegar á þarf að halda.

Þekking

Þekking Applicon á viðskiptalausnum, í bland við þekkingu á viðskiptaferlum, hefur leitt af sér fjölmargar lausnir sem smíðaðar hafa verið fyrir viðskiptavini Applicon.  Frá árinu 1998 hefur Applicon þróað lausnir í SAP viðskiptahugbúnaðinum auk .NET viðbótarlausna til að uppfylla þarfir íslenskra fyrirtækja.

Hafðu samband

Smelltu á okkur tölvupósti og við höfum samband.

Sending

Log in with your credentials

Forgot your details?