Vigor viðskiptalausnir eru íslenskar lausnir, ætlaðar meðalstórum og stærri fyrirtækjum

Vigor lausnirnar eru mjög notendavænar og auðvelt er að laga þær að sérstökum þörfum og kröfum notenda. Hægt er að fá Vigor sem heildstæða lausn eða sem einstakar sjálfstæðar einingar, tengdar við önnur kerfi. Kostir Vigor eru ótvíræðir; hagkvæmni í rekstri og sveigjanleiki tryggja að kerfið er afar hentugt flestum fyrirtækjum landsins.

Fjárhagslausnir

Fjárhags-, viðskiptamanna- og lánadrottnabókhaldið er sambyggt í eitt kerfi. Í viðskiptamannakerfinu er mjög öflug greiðsluþjónusta (greiðsludreifing) sem tengist undirkerfum, þ.m.t. orkureikningakerfinu Orku.

Innheimta og sala

Innheimtukerfið tengist hinum ýmsu kerfishlutum Vigor. Hlutverk þess er að fylgja eftir innheimtuferlum og tala við fjármálastofnanir í gegnum vefþjónustur. Kerfið getur bæði séð um alla innheimtu,  með útsendingum innheimtuáskorana og/eða tengst milliinnheimtufyrirtækjum. Sölukerfið tengist innheimtunni og lagerkerfinu.

Verkbókhald

Vigor verkbókhald er öflugt og fjölhæft kerfi sem heldur utan um kostnað, áætlanir, tilboð og eftirlit með allt frá smáum verkum upp í stærstu virkjanaframkvæmdir. Hluti verkbókhaldsins er sveiganlegt verkefnakerfi. Verkefnin flæða á milli manna og verktímar skila sér inn í launakerfið.

Sérlausnir

Vigor þróar hinar ýmsu sérlausnir sem margar hverjar tengjast viðskiptahugbúnaði Vigor. Nokkrar lausnir snúa að tryggingum og má þar nefna til dæmis iðgjalda- og tjónaskuldakerfi, erlendar endurtryggingar og fleira.

Hafðu samband

Smelltu á okkur tölvupósti og við höfum samband.

Sending

Log in with your credentials

Forgot your details?