CenterHotels velja Kjarna

Myndaniðurstaða fyrir centerhotels logo

Sífellt fjölgar í hópi þeirra sem velja Kjarna sem mannauðs- og launalausn en yfir 200% vöxtur var í sölutekjum þessarar skýjalausnar hjá Applicon á síðusta ári. CenterHotels hefur nú bæst við viðskiptavinahóp Kjarna sem spannar fyrirtæki í fjölbreyttum iðnuðum. „Við erum ákaflega stolt af þeim flotta hópi fyrirtækja sem hafa valið Kjarna sem mannauðs- og launalausn sína” segir Ingimar Bjarnason framkvæmdarstjóri Applicon, sem er dótturfyrirtæki Nýherja. „CenterHotels hefur farið ört stækkandi síðastliðin ár og því nokkuð ljóst að þörfin fyrir skilvirkt og gott mannauðs- og launakerfi hefur verið til staðar hjá CenterHotels“ bætir Ingimar við. CenterHotels reka sex hótel í miðbæ Reykjavíkur og þar starfa um 200 manns.

Eir Arnbjarnardóttir mannauðsstjóri CenterHotels segir að ekki hafi verið ákveðið í flýti að velja Kjarna sem mannauðs- og launakerfi hótelsins, „þvert á móti hafði sú ákvörðun langan aðdraganda og við tókum góðan hring og kynntum okkur vel hvað var í boði þarna úti. Eftir að hafa farið í gegnum allar þær lausnir sem í boði voru á markaðinum var ákvörðunin nokkuð augljós“ segir Eir og bætir við „Kjarni er einfaldlega það kerfi sem leysir þær kröfur sem við gerum til mannauðs- og launakerfis og er vel búið til að styðja við áframhaldandi vöxt CenterHotels“.

Að sögn Ingimars tekur nú við innleiðingarferlið sem tekur yfirleitt um þrjár vikur. „Það hefur gefist vel að vanda innleiðingarferlið og gulltryggja að uppsetning kerfisins henti viðskiptavininum ásamt því að góð þekkingaryfirfærsla hafi átt sér stað. Niðurstöður okkar þjónustukannana sýnir að viðskiptavinir meta ráðgjafaþjónustuna mikils og hafa niðurstöður tengt Kjarna komið afburðavel út í þjónustukönnunum.“

Hafðu samband

Smelltu á okkur tölvupósti og við höfum samband.

Sending

Log in with your credentials

Forgot your details?